Margir skemmtilegir og áhugaverðir staðir eru í nágrenni Torrevieja og því er vert að benda fólki á að ef það hefur áhuga á því að skoða, söfn, styttur, kastala, kirkjur og margt fleira, þá er mjög sniðugt að leigja bílaleigubíla.
Murcia ( 45 min akstur) er gömul og falleg borg. Þar er einstaklega falleg Dómkirkja með miklum fjölda listaverka. Þar er hið víðfræga Salzillo-safn sem er tréskurðar- og málverkasafn með verkum frá síðustu 500 árum. Þar er einnig Museo de la Belle Artes, þar sem allir frægustu listmálarar Spánverja eiga verk. Eftir að hafa skoðað þessa staði sem eru allir í göngufæri hver við annan í miðborginni, þá er einstaklega skemmtilegt að setjast niður á torginu við kirkjuna, fá sér hressingu og skoða mannlífið.
Elche ( 35 min akstur)hefur verið kölluð pálmatrjáa höfuðborg Evrópu. Þar eru margar milljónir af pálmatrjám út um alla borg. Þar er verulega fallegur Lystigarður með mikið af gróðri, styttum, listaverkum og leiktækjum fyrir börn. Í garðinum er á nokkurra tíma fresti, 10 min myndbandssýning þar sem allir athyglisverðustu staðir í borginni og nágrenni eru kynntir. Sérstaklega er vert að benda á Dómkirkjuna sem er 400 ára gömul og prýdd fjölda listaverka og gersema. Mjög gaman er að fara upp þröngan hringstiga upp á tæplega 50 metra háan klukkuturninn þar sem ótrúlegt útsýni er yfir borgina.
Orihuela ( 20 min akstur)er fallegur gamall smábær rétt hjá Elche. Þar er Panalcalva-höllin sem er virkilega falleg og er einn af þeim stöðum sem þeir sem koma á svæðið mega alls ekki sleppa að skoða. Einnig er Dómkirkjan í bænum glæsileg eins og í raun allar kirkjur á svæðinu. Í bænum er mikið um þröngar götur með fjölda búða og veitingastaða og er það mikil upplifun að þvælast þar um.
Rojales ( 20 min akstur) er smábær sem er um 10 km norður af Habaneras verslunarmiðstöðinni. Í hlíðinni fyrir ofan bæinn er að finna svokallaða listamannahella. Þar hafa listamenn grafið sér nokkurs konar hella inn í hlíðina og útbúið sér þar vinnustofur og jafnvel heimili. Hægt er að fá að fara inn í flestar vinnustofurnar og skoða verk listamannanna. Einnig er þar mjög áhugavert hús sem er alþakið skeljum og litlum flísum bæði að utan og innan sem gaman er að skoða. Hægt er að kaupa minjagripi og fá sér veitingar á nokkrum stöðum í þorpinu. Hér má finna slóð um hellana:
https://www.tripadvisor.com/Attraction_Review-g1064248-d10050399-Reviews-Cuevas_del_Rodeo_de_Rojales-Rojales_Costa_Blanca_Province_of_Alicante_Valencian.html
Alicante ( 50 min akstur) hefur upp á margt athyglisvert að bjóða. Vert er að benda fólki á að rölta um götuna niður við sjóinn og skoða allan þann mikla fjölda af skemmtisnekkjum og bátum sem þar eru. Yfir borginni gnæfir Santa Barbara-kastalinn sem nauðsynlegt er að skoða og að auki er þar einstakt útsýni yfir borgina og allt svæðið í kring. Einnig eru margir aðrir athyglisverðir staðir sem vert er að skoða.
Smábærinn Busot ( 70 min akstur) er um 20 km fyrir norðan Alicante. Þar uppi í hlíðunum er að
finna einstakan dropasteinahelli, Caves de Canalobre. Þar er farið inn í fjallið og skoðaður þessi margfrægi hellir sem mikil upplifun er að koma í. Fyrir utan hellinn er líka frábært
útsýni. Hér eru upplýsingar um hann:
http://www.needahandspanishproperties.com/caves-of-canelobre.html
http://www.cuevasdecanelobre.com/index.php?lang=en
Fjallaþorpið Guadalest ( 90 min
akstur) er skammt norðan við Benidorm. Þar uppi í hlíðunum er einstakt fjallaþorp sem varðveitt hefur verið í sinni upprunalegu mynd að mestu. Þar er hægt að skoða 300
ára gamalt gríðarlega stórt hús sem var heimili Ordeu-ættarinnar í margar aldir. Þar inni er búið að koma upp eins konar minjasafni með alls kyns húsgögnum, listaverkum
og áhöldum frá þessum tíma. Hægt er að ganga upp á hæðina fyrir ofan húsið og horfa þaðan yfir þorpið og dalina í kring. Mikill fjöldi af minjagripaverslunum
er í þorpinu sem og fjöldi veitingastaða þar sem hægt er að setjast niður og fá sér hressingu.
Altea ( 80 min akstur)er fallegur bær skammt frá Benidorm. Þar uppi á hæðinni er að finna mjög fallega kirkju sem vert er að skoða og gaman er að þræða þröngar göturnar þarna uppi á hæðinni. Fjöldi listaverkabúða er í þessum götum og nokkrir góðir veitingastaðir og viljum við sérstaklega mæla með veitingastaðnum Oustau, þar sem hægt er að fá mjög góðan mat og fá frábæra þjónustu.
Latest comments
24.10 | 10:32
Sæll Ásgeir. Handboltaskólinn verður haldinn sumarið 2023. Sendu mér tölvupóst á netfangið: arnistef@simnet.is
Þá mun ég senda þér allar upplýsingar.
23.10 | 21:10
Sæll. Gæti ég fengið upplýsingar um hvort handboltaskóli verði haldinn sumarið 2023?
12.09 | 16:08
Góðan dag, er hægt að sækja um 2 hús í Villa Martin Spáni á sama tíma
06.04 | 14:26
Sæl Ragnhildur. Sendu mér tölvupóst á netfangið arnistef@simnet.is