Á Costa Blanca svæðinu er að finna alls konar afþreyingu fyrir alla aldurshópa og hér að neðan eru upplýsingar um það helsta sem þar er að finna.
Aquapolis vatnagarðurinn er mjög góður fjölskyldugarður í Torrevieja, þangað er 10 min akstur frá La Rotonda. Þar er að finna allar gerðir af vatnsrennibrautum og leiktækjum fyrir stóra sem smáa. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu garðsins:
Ozone leiktækjasalurinn er við hliðina á Habaneras verslunarmiðstöðinni ( 10 min akstur)og þar er geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar er stærðar keilusalur með 25 brautum, mikill fjöldi leiktækja, spila og ýmiss konar afþreyingu. Þarna eru 8 bíósalir og alls konar veitingastaðir.
Go-Cart braut er skammt frá La Rotonda íbúðahótelinu ( 5 min akstur) þar sem hægt er keyra á erfiðri braut á góðu verði. Brautin er við N-332 sveitaveginn og er við hliðina á Carrefour versluninni. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu brautarinnar:
Pola Park skemmtigarðurinn er í Santa Pola ( 30 min akstur) skammt fyrir norðan Torrevieja. Þar er að finna ókeypis skemmtun sérstaklega fyrir yngstu kynslóðina. Hoppurólur, hoppukastalar, klessubílar, bátar, rennibrautir, minigolf og margt fleira. Nánari upplýsingar á heimasíðu garðsins:
Rio Safari dýragarðurinn er á milli Santa Pola og Elche. (35 min akstur) Þar er að finna margar tegundir villtra dýra en einnig er þar að finna ýmsar aðrar tegundir af dýrum og er jafnvel hægt að fá að gefa þeim að borða. Nánari upplýsingar á heimasíðu garðsins:
Safari Aitana dýragarðurinn er rétt fyrir norðan Alicante ( 80 min akstur)og er hægt að keyra í gegnum hann. Til þess að komast að honum er best að fara áleiðis til Villajoyosa og fylgjast svo með merkingum sem visa á garðinn. Það er gaman að sitja í bíl og keyra í gegnum dýragarð þar sem villt dýr eru á sveimi. Bannað er að fara út úr bílunum og það borgar sig ekki heldur að hafa rúðurnar opnar. Þarna eru líka svæði þar sem hægt er að ganga um og komast í snertingu við dýrin og jafnvel gefa þeim að borða.. Einnig er þarna skemmtilegur leikvöllur fyrir krakka. Þetta er góður fjölskyldugarður sem gaman er að heimsækja. Nánari upplýsingar á heimasíðu garðsins:
Terra Mitica skemmtigarðurinn er rétt hjá Benidorm og það tekur rúmlega klukkustund að keyra þangað frá La Rotonda íbúðahótelinu. Hann er stærsti skemmtigarður á Spáni og þar eru allar tegundir af stórskemmtilegum tækjum og ýmsar sýningar í gangi allan daginn. Garðurinn er svo stór að það dugar varla dagurinn til þess að prófa og skoða allt sem í boði er. Hann er hreint út sagt ótrúlega fjölbreyttur og má segja að það sé skylda fyrir alla þá sem hafa gaman af spennu og ævintýrum að eyða þar a.m.k. einum degi. Nánari upplýsingar á heimasíðu garðsins:
Terra Natura ævintýragarðurinn er rétt hjá Benidorm, við hliðina á Terra Mitica og það tekur rúmlega klukkustund að keyra þangað frá La Rotonda íbúðahótelinu. Í þessum garði er hægt að kynnast lífinu til forna í Ameríku, Asíu og Evrópu auk þess sem þarna er eftirlíking af Pangea sem er talið að hafi verið risastór heimsálfa sem samanstóð af öllum núverandi heimsálfunum. Þarna eru sett á svið eldgos, náttúruhamfarir, sýnd dýr sem löngu eru útdauð o.fl. Einnig er lítill vatnsrennibrauta-garður þar sem hægt er að leika sér að vild. Garðurinn er svo stór að það tekur allan daginn að skoða allt sem í boði er. Nánari upplýsingar á heimasíðu garðsins:
Jens Helgason
12.09.2022 16:08
Góðan dag, er hægt að sækja um 2 hús í Villa Martin Spáni á sama tíma
Latest comments
24.10 | 10:32
Sæll Ásgeir. Handboltaskólinn verður haldinn sumarið 2023. Sendu mér tölvupóst á netfangið: arnistef@simnet.is
Þá mun ég senda þér allar upplýsingar.
23.10 | 21:10
Sæll. Gæti ég fengið upplýsingar um hvort handboltaskóli verði haldinn sumarið 2023?
12.09 | 16:08
Góðan dag, er hægt að sækja um 2 hús í Villa Martin Spáni á sama tíma
06.04 | 14:26
Sæl Ragnhildur. Sendu mér tölvupóst á netfangið arnistef@simnet.is