Veðurfar og hitastig á Torreviejasvæðinu er með eindæmum gott og samkvæmt skýrslu Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) þá er þar besta veðurfar í allri Evrópu. Sólardagar á ári eru í kringum 325 með yfir 2800 sólarstundum á ári og meðalhiti yfir allt árið er um 20 gráður á Celsíus.
Veðrið á sumrin er því mjög gott, mikill hiti og lítil sem engin rigning. Hitastigið er á milli 25-35 gráður yfir daginn og hitinn fer sjaldan niður fyrir 16 gráður yfir nóttina. Í ágúst þá fer hitinn stundum yfir 40 gráður. Vegna þess hve rakastigið á svæðinu er lágt, þá virkar hitinn ekki eins mikill og hann er og einnig er oft þægilegur ferskur vindur af hafi sem kælir. Á heitasta tíma dagsins þarf fólk að vara sig á að vera ekki of lengi í sólinni og nota sólarvörn.
Veðrið
á veturna er mjög milt miðað við norður Evrópu. Flesta daga yfir veturinn er bjartviðri og jafnvel yfir vetrartímann þá eru fáir rigningardagar eða á bilinu 4 til 6 dagar í
mánuði.
Tafla yfir veðurfar á Torreviejasvæðinu | ||||||||||||
Meðaltalstölur | Jan | Feb | Mars | Apr | Maí | Júní | Júlí | Ágú | Sept | Okt | Nóv | Des |
Meðalhiti í gráðum | 16 | 17 | 19 | 21 | 24 | 27 | 31 | 32 | 28 | 25 | 20 | 17 |
Sólarstundir á dag | 6 | 7 | 7 | 9 | 10 | 11 | 12 | 11 | 9 | 7 | 6 | 6 |
Sólardagar í mánuði | 26 | 25 | 26 | 26 | 28 | 28 | 31 | 31 | 27 | 27 | 26 | 26 |
Regndagar í mánuði | 5 | 4 | 4 | 4 | 3 | 2 | 0 | 0 | 3 | 4 | 4 | 5 |
Jan | Feb | Mar | Apr | Maí | Jún | Júl | Aug | Sep | Okt | Nov | Dec |
15 °C (59 °F) | 14 °C (57 °F) | 15 °C (59 °F) | 16 °C (61 °F) | 18 °C (64 °F) | 21 °C (70 °F) | 23 °C (73 °F) | 25 °C (77 °F) | 24 °C (75 °F) | 21 °C (70 °F) | 18 °C (64 °F) | 16 °C (61 °F) |
Latest comments
24.10 | 10:32
Sæll Ásgeir. Handboltaskólinn verður haldinn sumarið 2023. Sendu mér tölvupóst á netfangið: arnistef@simnet.is
Þá mun ég senda þér allar upplýsingar.
23.10 | 21:10
Sæll. Gæti ég fengið upplýsingar um hvort handboltaskóli verði haldinn sumarið 2023?
12.09 | 16:08
Góðan dag, er hægt að sækja um 2 hús í Villa Martin Spáni á sama tíma
06.04 | 14:26
Sæl Ragnhildur. Sendu mér tölvupóst á netfangið arnistef@simnet.is