Erum með til leigu lítið en mjög hentugt parhús á besta stað í Vestmannaeyjum. Mjög stutt er t.d. í kjörbúðir og veitingastaði.
Húsið er með einu svefnherbergi, með tveimur rúmum, 80 x 200cm, sem hægt er að setja saman sem hjónarúm, það er svefnsófi í stofunni sem hægt er að draga út og tveir geta sofið á og síðan er svefnloft þar sem er rúm sem er 140 x 200 og 4 minni dýnur sem hægt er að sofa á.
Mjög gott eldhús er í húsinu sem er útbúið með öllum áhöldum og tækjum sem þarf til að elda, baðherbergið er nýuppgert og mjög flott, með sturtu og flísalagt í hólf og gólf. Stofan er lítil en þægileg með sjónvarpi og nettengingu.
Innangengt er niður í kjallara. Í kjallaranum er þvottavél og auka ísskápur sem hægt er að nota til að kæla t.d. drykki og fleira.
Mjög góður garður fyrir utan húsið með stórum palli þar sem hægt er að vera með borð og stóla sem eru geymd í bílskúrnum. Í bílskúrnum er gasgrill sem er til afnota fyrir leigjendur og einnig eru þar leikföng fyrir börn.
Allar upplýsingar í síma 8627576 og á netfanginu: arnistef@simnet.is
Latest comments
24.10 | 10:32
Sæll Ásgeir. Handboltaskólinn verður haldinn sumarið 2023. Sendu mér tölvupóst á netfangið: arnistef@simnet.is
Þá mun ég senda þér allar upplýsingar.
23.10 | 21:10
Sæll. Gæti ég fengið upplýsingar um hvort handboltaskóli verði haldinn sumarið 2023?
12.09 | 16:08
Góðan dag, er hægt að sækja um 2 hús í Villa Martin Spáni á sama tíma
06.04 | 14:26
Sæl Ragnhildur. Sendu mér tölvupóst á netfangið arnistef@simnet.is