Skemmtilegt kynningarmyndband af Cabo Roig hverfinu.
Íbúðahótelið La Rotonda er í Cabo Roig, rétt sunnan við borgina Torrevieja. Hægt er að fá leigða glæsilega íbúð á þessu íbúðahóteli, hún er frábær fyrir stórar fjölskyldur. Íbúðin er með hjónaherbergi og tveimur herbergjum að auki, annað er með tveimur rúmum sem hægt er að setja saman og þriðja herbergið er með koju þar sem neðri kojan er 140cm á breidd en sú efri er 90 cm á breidd. Tvö baðherbergi eru í íbúðinni, bæði nýuppgerð að öllu leyti með walk-in sturtum.
Íbúðin eru vel búin húsgögnum og innanstokksmunum. Það eru ný og mjög góð rúm í öllum herbergjum, þvottavél, uppþvottavél, nýr stór ísskápur með stóru frystihólfi, snjallsjónvarp með mikið af stöðvum, sem einnig er hægt að tengja við myndlykil eða Apple/Android TV, internet og allur nauðsynlegur húsbúnaður. Ný loftkæling er í tveimur herbergjum og í stofu og viftur í tveimur herbergjum. Íbúðin er með góðum svölum með borði og stólum og uppi á þaki er einka sólbaðsaðstaða fyrir íbúðina.
Innangengt er úr íbúðinni upp á þak og er sólbaðsaðstaðan þar jafn stór og íbúðin. Þar eru góðir sólbekkir, stólar, borð, sólhlíf, þægilegur sófi og gasgrill. Uppi á þaki er búið að setja upp eldhúseiningu þar sem er auka ísskápur, þvottavél, vaskur og svo er þar sturta. Búið er að setja geymsluskúr þar sem hægt er að geyma stranddót og fleira. Það er algjör snilld að vera þarna uppi, því að sólin skín þar allan daginn. Þar er einnig sólhlíf sem auðvelt er að draga út til að mynda skugga þegar heitast er. Í hótelgarðinum er sundlaug sem er til afnota fyrir gesti og góð sólbaðsaðstaða.
Íbúðinni fylgir sér bílastæði í kjallara. Í húsinu eru tvær lyftur. Á neðstu hæð hússins er frábært kaffihús, El Carmen, þrír veitingastaðir og ýmis önnur þjónusta.
Íbúðahótelið er glæsilegt og var tekið í notkun í júlí 2006. Leigan er ekki eingöngu bundin við heilar vikur heldur er hægt að semja um lengd dvalar. Best er fyrir fólk að finna hagstætt flug og semja svo um gistinguna.
Skammt frá hótelinu ( 5 mín akstur) er glæsileg verslunarmiðstöð sem heitir La Zenia Boulevard, þar er að finna fjöldann allan af verslunum svo sem Primark, H&M, Desigual, Zara, Jack and Jones, LEVI´S, Adidas, Decathlon, Benetton, Berskha og C&A.
Örstutt er í alls konar afþreyingu, svo sem vatnsrennibrautagarð, keilu- og leiktækjasal, go-cart-brautir og verslunarmiðstöðina Habaneras en þetta er allt innan við 10 min akstur frá La Rotonda. Fimm glæsilegir og vinsælir golfvellir eru líka í næsta nágrenni.
Íbúðin er í örstuttu göngufæri eða ca. 10 - 15 mín frá hinni glæsilegu Costa Blanca strönd. Costa Blanca ströndin er sú stærsta sem liggur að Spáni. Frá hótelinu er mjög stutt (2-5 min. gangur) í alla þjónustu, Í götunni sem íbúðin er í, er mikill fjöldi veitingastaða og pöbba (30-40 mjög góðir staðir) stórmarkaður, apotek og banki er handan við götuna. Þá er yfir sumartímann Mini-Tívoli við enda götunnar og annað í næstu götu, ca. 3 min gangur. Einnig er stutt í heilsugæslu og annað stærra apótek. Mjög góðir stígar eru meðfram ströndinni sem skemmtilegt er að ganga á eða skokka.
Aðeins eru um 50 km frá Alicante-flugvelli til Cabo Roig, sem er úthverfi Torrevieja-borgar eða um 45-50 mínútna akstur miðað við jafna umferð. Mjög auðvelt er að rata til La Rotonda þar sem það stendur við hringtorg á N-332 sveitaveginum.
Allar upplýsingar gefur:
Árni Stefánsson
GSM: 8627576
Netfang: arnistef@simnet.is
Myndasýning af íbúðinni, það eru 3-5 myndir í hverjum ramma.
Ragnhildur Ben
06.04.2022 13:30
Er þessi íbuð laus frá um 20 apríl í 3 vikur og hvað kostar
Árni Stef
06.04.2022 14:26
Sæl Ragnhildur. Sendu mér tölvupóst á netfangið arnistef@simnet.is
Alma Jenny Guðmundsdóttir
06.02.2020 01:39
Sæll Árni. Hef búið síðustu vetur á La Rotonda. Nú er sú ibuð í útleigu en við erum 2 frænkur sem viljum leigja íbúð i 2 mánuði 1. mars - 30. apríl 2020. Get fengið meðmæli hjá Lawrence.
Árni Stefánsson
07.02.2020 11:40
Sæl Alma Jenny. Sendu mér póst á netfangið arnistef@simnet.is og ég verð í sambandi.
Huginn Helgason
22.04.2019 15:58
Sæll Árni..hvað myndi kosta 10-12 dagar í sept okt hjá þér?? :) kv Huginn
Árni Stefánsson
22.04.2019 20:12
Sæll Huginn. Sendu mér póst á netfangið arnistef@simnet.is og verð í sambandi.
Árni Stefánsson
22.04.2019 14:32
Sæl Jóhanna. Sendu mér póst á netfangið: arnistef@simnet.is
Jóhanna
22.04.2019 14:12
Verð ?
Orri og Anna Lísa
22.04.2019 11:18
Sæl Helga, já - vegna óvæntra aðstæðna er íbúðin nú laus til 18. júní frá 31. maí.
Helga Eiríksdóttir
10.04.2019 11:41
Er íbúðin laus lok mai til miðan júní ca 2 vikur! Erum hjón með eina 18 ára
Árni Stefánsson
10.04.2019 11:46
Sæl Helga. Hún er laus frá 31.maí til 10.júní. Endilega sendu mér póst á netfangið: arnistef@simnet.is
Latest comments
24.10 | 10:32
Sæll Ásgeir. Handboltaskólinn verður haldinn sumarið 2023. Sendu mér tölvupóst á netfangið: arnistef@simnet.is
Þá mun ég senda þér allar upplýsingar.
23.10 | 21:10
Sæll. Gæti ég fengið upplýsingar um hvort handboltaskóli verði haldinn sumarið 2023?
12.09 | 16:08
Góðan dag, er hægt að sækja um 2 hús í Villa Martin Spáni á sama tíma
06.04 | 14:26
Sæl Ragnhildur. Sendu mér tölvupóst á netfangið arnistef@simnet.is