Handboltaskóli í sólinni í Barcelona

Handboltaskóli í sólinni í Barcelona

HANDBOLTASKÓLINN Í BARCELONA

Þar fá metnaðarfullir leikmenn tækifæri til að æfa eins og atvinnumenn í eina viku við toppaðstæður í sólinni á Spáni undir stjórn topp þjálfara.

Tvær handboltaæfingar eru á hverjum dag auk þess sem farið í fjölmarga aðra þætti sem tengjast handboltanum, svo sem styrktaræfingar, liðleikaæfingar og æfingar til að minnka líkurnar á meiðslum.

Áhersla er lögð á að bæta tækni strákanna, auka leikskilning og samvinnu við aðra leikmenn. Æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar og einnig er lagt mikið upp úr liðsheildinni. Í handboltaskólanum er lögð mikil áhersla á  markmannsþjálfun.  Á hverri æfingu er sérstakur tími fyrir þá, þar sem farið er í grunnæfingar og tæknina, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er algjört drauma umhverfi fyrir alla unga handboltamenn sem vilja ná langt. 

Haldnir verða fyrirlestrar þar sem strákarnir eru fræddir um ýmsa hluti sem skipta máli fyrir þá sem vilja ná langt í handbolta, svo sem heilbrigt líferni, hugarfar,  markmiðssetningu, næringu og fleira. Þá verða videofundir þar sem verður farið í leikfræði og horft á myndir frá leikjum með meðal annars með Barcelona og íslenska landsliðinu.

Farið verður á seinasta heimaleik deildarinnar hjá FC Barcelona og auk þess sem inni er í myndinni að horfa á æfingu hjá liðinu.

Þjálfarar verða Sigursteinn Arndal þjálfari FH, Einar Andri Einarsson yfirþjálfari hjá FH, Stefán Árnason aðstoðarþjálfari Aftureldingar og Árni Stefánsson margreyndur þjálfari.

Gist verður á góðu gistiheimili sem er rétt hjá glæsilegri höll sem æft verður í. Höllin er staðsett á besta stað í Barcelona rétt hjá ströndinni. Frábært tækifæri til að æfa við glæsilegar aðstæður og njóta sín í sólinni.

Verð kr. xxx.xxx Innifalið er flug, gisting á góðu gistiheimili, fullt fæði (3 máltíðir á dag), allur akstur, miði á handboltaleik hjá FC Barcelona, tvær æfingar á dag, fyrirlestrar og fundir, vatn á æfingum og æfingafatnaður merktur skólanum.

Allar upplýsingar gefur Árni Stefánsson, sími 8627576

Netfang:  arnistef@simnet.is

Við stefnum að því að bjóða upp á glæsilegan Handboltaskóla í Barcelona fyrir 16-20 ára krakka.

Latest comments

24.10 | 10:32

Sæll Ásgeir. Handboltaskólinn verður haldinn sumarið 2023. Sendu mér tölvupóst á netfangið: arnistef@simnet.is
Þá mun ég senda þér allar upplýsingar.

23.10 | 21:10

Sæll. Gæti ég fengið upplýsingar um hvort handboltaskóli verði haldinn sumarið 2023?

12.09 | 16:08

Góðan dag, er hægt að sækja um 2 hús í Villa Martin Spáni á sama tíma

06.04 | 14:26

Sæl Ragnhildur. Sendu mér tölvupóst á netfangið arnistef@simnet.is

Share this page