Torrevieja-svæðið á Spáni

Torrevieja er bær sunnarlega á hinni frægu Costa Blanca strönd, sem er ein lengsta strönd á Spáni. Íbúar í Torrevieja eru tæplega 100 þúsund en yfir sumartímann margfaldast sú tala. Torrevieja er í um 35 mín. fjarlægð frá Alicante flugvelli en þangað fljúga íslensku ferðaskrifstofurnar, Norweguan Air og WOW mörgum sinnum í viku . Við getum aðstoðað við að leigja hús, raðhús og íbúðir á Torrevieja-svæðinu þar sem heilu fjölskyldurnar geta unað sér vel í sumarfríinu við frábærar aðstæður.  

Svæðið í kring um Torrevieja er ein vinsælasta sumarleyfisparadís Evrópu vegna þess að þar er besta veðurfar í Evrópu samkvæmt skýrslu Alþjóða Heilbrigðis stofnunarinnar (WHO)

Eitt af einkennum svæðisins eru tvö stór saltvötn, Salinas de Torrevieja og Salinas de La Mata. Þau eru hluti af friðuðum þjóðgarði með miklu og fjölskrúðugu fuglalífi, þar eru m.a. bleikir Flamingo fuglar sem mjög gaman er að skoða.

Þetta svæði er stærsta saltvinnslusvæði Spánar og hluti þess salts sem við Íslendingar flytjum inn kemur einmitt frá þessu svæði. Loftslagið á svæðinu kring um saltvötnin er talið sérstaklega hollt og gott fyrir þá sem kljást við húð- og öndunarsjúkdóma og hafa læknar víðs vegar um heim mælt með þessu svæði í lækningaskyni.

Torrevieja-svæðið er mjög þekkt og vinsælt meðal Íslendinga og það eru fjölmargir sem eiga þar íbúðir og dvelja þar stóran hluta ársins. Mikið líf er á svæðinu, hvort sem það er niður við strendurnar eða inn til landsins. Í miðbæ Torrevieja er stórt Tívolí sem einstaklega gaman er að fara í og við hliðina á því er stór götumarkaður þar sem hægt er að finna næstum allt milli himins og jarðar. Það er einstaklega gaman að fara í miðbæinn seinni part dags, fá sér að borða á einum af þeim fjölmörgu veitingastaða sem þar eru og rölta um og skoða iðandi mannlífið.

Í Torrevieja er völ á alls konar afþreyingu, þar er hægt að fara í Go-Cart, fara í vatnsrennibrautagarðinn Aquapolis, Ozone leiktækjasalurinn býður upp á eitthvað við allra hæfi, fjöldi góðra golfvalla er í grenndinni, fjölmörg kaffihús og veitingastaðir og síðast en ekki síst þá er mikill fjöldi versluna,m.a. verslunarmiðstöðvarnar La Zenia Boulevard og Habaneras þar sem hægt er að finna allar þekktustu búðirnar.

Latest comments

24.10 | 10:32

Sæll Ásgeir. Handboltaskólinn verður haldinn sumarið 2023. Sendu mér tölvupóst á netfangið: arnistef@simnet.is
Þá mun ég senda þér allar upplýsingar.

23.10 | 21:10

Sæll. Gæti ég fengið upplýsingar um hvort handboltaskóli verði haldinn sumarið 2023?

12.09 | 16:08

Góðan dag, er hægt að sækja um 2 hús í Villa Martin Spáni á sama tíma

06.04 | 14:26

Sæl Ragnhildur. Sendu mér tölvupóst á netfangið arnistef@simnet.is

Share this page